Venja danska hjólreiðamenn við hærri sektir

Mynd úr safni
Mynd úr safni Kristinn Ingvarsson

Danskir hjólreiðamenn hafa nú svigrúm út janúarmánuð til að venjast hækkaðri gjaldskrá sem tók gildi 1. janúar og gerir vegfarendum dýrt að brjóta umferðarreglurnar.  Tali hjólreiðamaður í síma án þess að nota handfrjálsan búnað eða fari yfir á rauðu ljósi getur það kostað hann 1.000 danskar krónur, 21.000 íslenskar krónur. Að hjóla á gangstéttinni kostar 700 DKR og sama vanti lugtina á hjólið.

Mogens Knudsen hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn segir á vef Berlingske að ekki verði farið í sérstakt umferðarátak eins og oft áður í janúar. Fólk verði að sjálfsögðu sektað brjóti það reglur en ekki verði lögð sérstök áhersla á að fylgjast hjólreiðamönnum eða öðrum í janúar. Gjaldskrárhækkunin hafi ekki það markmið að ná auknum tekjum heldur sé áherslan á aukið umferðaröryggi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert