Stál í stál í Sýrlandi

Sýrlendingar mótmæla Bashar Al-Assad forseta landsins.
Sýrlendingar mótmæla Bashar Al-Assad forseta landsins. Reuters

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi gefa lítið fyrir yfirlýsingar Bashar al-Assad forseta landsins um að hann sé staðráðinn í því að binda endi á óöldina sem þar ríkir. Assad sagði við utanríkisráðherra Rússland sem heimsótti hann í gær að hann væri tilbúin til samstarfs um áætlanir um stöðugleika.

Loftárásir á borgina Homs héldu hinsvegar áfram í morgun og segja mótmælendur að yfir 40 manns hafi fallið. Fréttaritari BBC varar hinsvegar við því að taka beri þessum tölum með fyrirvara. Í hópi látinna eru sögð vera 18 börn sem fæddust fyrir tímann og lágu á sjúkrahúsi í öndunarvélum sem stöðvuðust þegar rafmagnið fór af eftir sprengingu.

Þá voru þrjár fjölskyldur í Homs sem hliðhollar eru stjórn Assads drepnar með köldu blóði í nótt, af vopnuðum mönnum sem brutust inn á heimili þeirra.

Bandaríkin segjast ekki átta sig á því hvert markmið heimsóknar rússneska utanríkisráðherrans var. Í kjölfar hennar kallaði ráðherrann, Sergei Lavrov, eftir viðræðum milli sýrlenska stjórnvalda og stjórnarandstæðinga. Assad mun hafa sagt eftir heimsóknina að hann væri opin fyrir öllu sem gæti leitt til þess að leysa vanda landsins. Andstæðingar hans segja hinsvegar að áframhaldandi blóðbað í morgun þýði að það sé of seint fyrir Assad að bjóða málamiðlanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert