Leynisamningur gegn Hollande

Francois Hollande, forsetaframbjóðandi franskra sósíalista.
Francois Hollande, forsetaframbjóðandi franskra sósíalista. Reuters

Greint er frá því í þýska tímaritinu Der Spiegel að því sé haldið fram að leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bretlands hafi gert með sér leynilegan samning um að hitta ekki forsetaframbjóðanda franskra sósíalista, Francois Hollande, í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi sem fram fara í apríl næstkomandi.

Ástæðan fyrir þessu er sögð vera andstaða Hollandes við nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn efnahagssamruna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þess utan opinberlega lýst yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy, sitjandi forseta Frakklands, en Hollande hefur verulegt forskot á Sarkozy samkvæmt skoðanakönnunum.

Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert