Mál Khodorkovskís endurskoðað

Míkhaíl Khodorkovskí
Míkhaíl Khodorkovskí Reuters

Dmítrí Medvedev, forseti Rússland, tilkynnti í dag, öllum að óvörum, að mál Míkhaíls Khodorkovskís yrði endurskoðað.

Í fyrra staðfesti dómstóll í Moskvu fangelsisdóm yfir Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra olíurisans Júkos, en stytti þó dóminn úr 14 árum í 13. Hann var sakfelldur fyrir peningaþvætti og stórfelldan fjárdrátt.

Hefur Medvedev fyrirskipað ríkissaksóknara Rússlands að fara yfir mál Khodorkovskís, hvort löglega hafi verið staðið að sakfellingunni. Á niðurstaða að liggja fyrir hinn 1. apríl nk. Mál Khodorkovskís er ekki eina málið sem verður skoðað ofan í kjölinn á ný því auk hans hefur rannsóknin áhrif á mál 31 Rússa til viðbótar. Ekki eru gefnar neinar skýringar á þessu breytta viðhorfi en eins og fram hefur komið var Vladimír Pútín kjörinn forseti Rússlands með tæplega 64% atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert