Merah tók upp morðin

Frá minningarathöfn um þá sem létust fyrir hendi Merah.
Frá minningarathöfn um þá sem létust fyrir hendi Merah. AFP

Franska lögreglan hefur fengið afrit af upptökum franska fjöldamorðingjans Mohamed Merah, en hann tók upp morðin sem hann framdi í borginni Toulouse í Suður-Frakklandi í síðustu viku. Faðir hans ætlar að sækja Frakkland til saka vegna dauða sonar síns.

Merah myrti sjö manns á átta dögum, þar af þrjú börn, sem voru nemendur í skóla gyðinga í Toulouse.

Merah hafði klippt upptökurnar til og sett við þær tónlist og lestur upp úr kóraninum.

Lík hans verður grafið í heimalandi hans, Alsír, en faðir hans hyggst stefna franska ríkinu vegna dauða sonar síns.  Hann telur að vel hefði átt að vera hægt að komast hjá því að fella hann, en hann var skotinn af lögreglu eftir meira en sólarhrings langt umsátur um íbúð hans. Þá hafði hann verið búinn að játa á sig morðin.

„Frakkland er stórt og voldugt land og hafði tækifæri til að ná syni mínum á lífi. Til dæmis hefði verið hægt að svæfa hann með gasi og ná honum þannig,“ sagði faðirinn í samtali við AFP-fréttastofuna. „En þeir vildu myrða hann. Ég mun ráða færustu lögfræðinga Frakklands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert