Myrtu fólk og átu

Frá Rússlandi.
Frá Rússlandi. Reuters

Rússneska lögreglan hefur handtekið tvo karlmenn sem grunaðir eru um að hafa myrt sjö og étið hluta líkanna. Í raun er um tvö aðskilin mál að ræða en á heimili annars mannsins fannst dagbók með lýsingu á ódæðinu. Annar þeirra hefur játað mannát.

Önnur mannætan er 23 ára gömul og hefur komið fram við rannsókn málsins að hann hafi m.a. étið lifrina úr fórnarlömbum sínum sem eru að minnsta kosti sex talsins.

Þá hefur lögreglan einnig handtekið 35 ára gamlan mann sem hefur játað að hafa drepið vin sinn og étið hann.

Á undanförnum árum hafa nokkur mál þar sem mannát kemur við sögu komist upp í Rússlandi.

Í fyrra handtók lögreglan 21 árs gamlan mann sem játaði að hafa kynnst karli á vefsíðu fyrir samkynhneigða, hitt hann og étið.

Í júní árið 2010 voru þrír heimilislausir menn dæmdir í langt fangelsi fyrir að myrða mann og selja kebab-veitingastað mannakjötið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert