Eftirlit með útgjöldum ESB-landa

Reuters

Þjóðverjar vilja að sérfræðingar fylgist náið með opinberum útgjöldum allra Evrópusambandsríkjanna til að koma í veg fyrir að fjárhagur fleiri þeirra fari á sama veg og hjá Grikkjum. 

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Spiegel, sem kemur út á morgun. Þar leggur Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, til að óháð nefnd sérfræðinga starfi, bæði með einstökum þjóðum og ESB, að þessu eftirliti.

Slíkar nefndir myndu þá vara við því ef teikn væru á lofti um að efnahagur viðkomandi lands stefndi í óefni.

Stór hluti þeirra ábyrgða, sem ESB hefur tekið á sig vegna fjárhagserfiðleika ríkja sambandsins, hefur lent á Þjóðverjum.

24 af þeim 27 ríkjum sem mynda Evrópusambandið undirrituðu útgjaldasamning í síðasta mánuði til að efla aðhald í fjármálum og komast hjá því að erfiðleikarnir í Grikklandi endurtaki sig.

Bretar og Tékkar neituðu að skrifa undir samninginn og Írar munu kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu 31. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert