Gróft einelti í sænskum heimavistarskóla

Lundsberg heimavistarskólinn í Svíþjóð.
Lundsberg heimavistarskólinn í Svíþjóð. Wikipedia

Fyrrverandi nemendur við virtan heimavistarskóla í Svíþjóð, Lundsberg, sögðu frá reynslu sinni af veru í skólanum í fréttaskýringaþætti í sænska ríkissjónvarpinu sem sýndur var í kvöld en þeir urðu fyrir grófu einelti þegar þeir voru stunduðu nám við hann.

Fréttavefurinn Thelocal.se segir frá þessu í dag en eineltið stóð að sögn nemendanna fyrrverandi yfir um árabil og var framkvæmt af öðrum nemendum við heimavistarskólann.

Einn nemendanna fyrrverandi, Jan Åke, sagði frá því að í eitt skiptið hefði verið skotið af riffli við eyrað á honum sem leiddi til heyrnarskerðingar.

Í nóvember síðastliðnum var skólinn tilkynntur til lögreglu eftir að geirvörtur nemanda við hann höfðu verið brenndar í tengslum við fyrirkomulag innan skólans sem byggðist á því að eldri nemendur kenndu þeim sem yngri voru. Fram kemur í fréttinni að um sé að ræða fyrirkomulag sem löng hefð sér fyrir.

Í nafnlausu bréfi sem barst aðstoðarskólastjóra heimavistarskólans, Stefan Kristoffersen, sagði fyrrverandi nemandi frá því að hann hefði verið neyddur til þess að leggja skít sér til munns og taka þátt í munnmökum en um var að ræða hluta af busavígslu sem honum var gert að ganga í gegnum.

Yfirstjórn heimavistarskólans hefur alfarið hafnað öllum kröfum frá fyrrverandi nemendum um skaðabætur sem farið hafa fram á slíkt vegna reynslu þeirra þegar þeir stunduðu nám við skólann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert