Engir aðrir kostir í stöðunni en að fá lán

Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar. AFP

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, segir að engir aðrir kostir hafi verið í stöðunni en að biðja um lán frá evruríkjunum til að bjarga bönkum landsins frá falli. Engir peningar séu einfaldlega í ríkiskassanum.

Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja ekki tala um „björgun“ bankanna. Hann segist nú hafa fengið í arf bankakerfi í molum er hann tók við völdum í desember á síðasta ári.

„Ég er mjög ánægður því að á þessum tímapunkti á Spánn ekki 100 milljarða evra,“ segir ráðherrann.

Ráðherrann segir að viðbrögðin við skuldavanda banka landsins hafi komið allt of seint. Grípa hefði þurft til aðgerða fyrir þremur árum þegar önnur Evrópulönd gerðu slíkt.

„Þess vegna urðum við að leita til Evrópusambandsins. Evrópusambandið ætlar að lána okkur 100 milljarða evra og þessir milljarðar verða notaðir í bankana,“ segir ráðherrann. Þá ítrekaði hann að bankarnir þyrftu að greiða lánið til baka.

„Þetta er lán til bankakerfisins, sem bankarnir þurfa sjálfir að greiða og við eigum að fagna því að félagar okkar í Evrópu séu tilbúnir að hjálpa okkur.“

Rosa Diez, formaður eins vinstri flokksins á spænska þinginu, hefur gagnrýnt Rajoy fyrir að nota ekki orðið „björgun“ um aðgerðirnar framundan.

„Ekkert mun koma fyrir þig þó að þú viðurkennir sannleikann, gerir það á þinginu, og kallir björgunina björgun. Segðu orðið - segðu björgun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert