Hamasliðar taka svikara af lífi

Mynd frá Gazaborg
Mynd frá Gazaborg AFP

Vopnaðir menn tóku sex svikara af lífi í úthverfi Gazaborgar í dag, að sögn vitna. Fréttamaður AFP í Gazaborg segir að bílalest hafi ekið um götur borgarinnar og hafi lík eins svikarans hangið aftan í einni bifreiðinni.

Festu árásarmennirnir miða á líkin þar sem stóð að það hafi verið að verki liðsmenn hernaðararms Hamas, Al-Qassam.

Að sögn vitna komu mennirnir inn í hverfið á lítilli rútu, hentu sexmenningunum út úr bifreiðinni og skutu þá án þess að yfirgefa sjálfir bifreiðina. Á miða sem festur var á líkin stóð: „Al-Qassam herdeildirnar tilkynna um aftöku svikara.“

Samkvæmt skilaboðunum voru mennirnir myrtir fyrir að veita óvininum upplýsingar um getu hersveitanna og það sem væri fram undan hjá þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert