Átta ára stungin og skilin eftir í blóði sínu

Þó að 75 ár séu síðan japanskir hermenn slátruðu fjölskyldu hennar og særðu hana sjálfa lífshættulega, segist hin kínverska Xia Shuqin enn endurlifa þennan hrikalega atburð.

Japanski herinn neitar enn í dag að hafa staðið að baki fjöldamorðunum sem kennd eru við Nanjing en um 300 þúsund manns létu lífið á þeim sjö vikum sem ódæðisverkin stóðu yfir. Fjölda kvenna var einnig nauðgað.

Xia var aðeins átta ára er þetta gerðist. Hún var stungin þrisvar sinnum og skilin eftir í blóði sínu til þess eins að deyja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert