Sáttatónn hjá Kim Jong-un

Kim Jong-Un flutti sjónvarpsávarp um áramótin.
Kim Jong-Un flutti sjónvarpsávarp um áramótin. KNS

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ávarpaði þjóð sína um áramót og sagði að á nýju ári yrðu gerðar umbætur í efnahagsmálum. Hann sagði að öryggismál yrðu áfram forgangsmál stjórnvalda. Þetta er í fyrsta skipti í 19 ár sem leiðtogi N-Kóreu flytur áramótaávarp.

Kim Jong-un tók við leiðtogaembættinu á síðasta ári af föður sínum, Kim Jong-il. Hann flutti sjaldan ræður opinberlega. Það eru því 19 ár síðan N-Kóreumenn heyrðu leiðtoga landsins flytja áramóta ávarp, en það gerði Kim Il-sung, afi núverandi leiðtoga landsins, árið 1994.

Aðeins sólarhringur er síðan Park Geun-hye, nýkjörinn forseti S-Kóreu, sagði að hún vildi að Kóreuríkin yrðu sameinuð. Talsverð spenna hefur verið á Kóreuskaga síðustu vikur, en N-Kóreumenn skutu langdrægri eldflug á loft fyrr í þessum mánuði.

Kim Jong-un sagði í ávarpi sínu að árið 2013 yrðu gerðar rótækar breytingar sem myndu gera Norður-Kóreu að „efnahagslegum risa“ og auka lífsgæði íbúa landsins. N-Kórea er eitt af fátækustu ríkjum heims. Margir íbúar landsins búa við hungurmörk.

Í ávarpinu gaf Jong-un til kynna að hann vildi sættast við nágranna sína. Hann sagði að N-Kórea og S-Kórea ættu að hætta átökum, en tók jafnframt fram að efling hersins yrði áfram eitt af forgangsmálum stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert