Sendi ekki Norðmenn á hættusvæði

In Amenas gasvinnslan í Alsír.
In Amenas gasvinnslan í Alsír. AFP

Einstök fagfélög innan norska ríkisolíufélagsins Statoil telja að eftir gíslatökuna í Alsír í síðustu viku gæti reynst erfitt að fá fólk til starfa í löndum þar sem ástand er ótryggt og útlendingum gæti verið hætta búin.

Marianne Harg er formaður Tekna, sem er eitt stærsta einstaka starfsmannafélagið innan Statoil. Hún segir í samtali við NRK, norska ríkissjónvarpið, að fyrirtækið verði að ráða innlenda starfsmenn í sumum múslímalöndum. Hún segir að Statoil og önnur alþjóðleg fyrirtæki verði að mennta fólk í viðkomandi löndum til starfa og segir að fara verði yfir allt það skipulag fyrirtækisins sem snýr að öryggi starfsfólks.

Enn er ekkert vitað um afdrif þeirra fimm Norðmanna, starfsmanna Statoil, sem teknir voru sem gíslar af íslömskum vígamönnum í gasvinnslunni í Alsír. Alls voru 17 norskir starfsmenn Statoil í stöðinni, 12 þeirra eru nú komnir heilir á húfi til Noregs.

Sveit norskra sérfræðinga er nú komin til Alsír og leitar mannanna í samráði við alsírsk yfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert