Látin í bíl sínum í marga daga

AFP

Lík konu sem fórst í bílslysi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fannst ekki fyrir en nokkrum dögum eftir slysið - í bílnum. Bíllinn hafði verið dreginn af slysstað og ættingjar konunnar lýst eftir henni.

Lögreglan hafði fyrirskipað að bíllinn skyldi dreginn í burtu af slysstað án þess að átta sig á að lík konunnar var inni í bílnum. Þremur dögum síðar fannst líkið í bílnum.

Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að tilkynnt hafði verið um hvarf Carolyn Watkins snemma á mánudag er hún mætti ekki til vinnu.

Í skýrslu lögreglunnar vegna slyssins sem varð á föstudeginum áður segir að bíll konunnar hafi fundist í skurði. Báðir loftpúðarnir höfðu blásið út. Í skýrslunni stóð að enginn ökumaður hafi fundist á vettvangi slyssins.

Dráttarfyrirtæki dró bílinn svo af slysstað samkvæmt beiðni lögreglunnar.

Á mánudeginum fann lögreglumaður sem var að rannsaka hvarf konunnar, lík hennar í bílnum.

Í frétt Sky er haft eftir syni konunnar að lögreglan hafi skoðað bílinn til að leita að minnisbók móður hans. Í hennar stað hafi þeir fundið líkið.

Sonurinn er að vonum óánægður með vinnubrögð lögreglunnar og segir fjölskylduna krefjast svara.

Ættingjarnir spyrja sig m.a. að því hvort að konan hafi verið á lífi er lögreglan kom á slysstað og hvort að hún væri enn á lífi ef bíllinn hefði verið skoðaður nægilega vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert