Auða sætið hans Snowdens

Jörðin virðist hafa gleypt bandaríska uppljóstrarann Edward Snowden eftir að hann lenti í Moskvu á sunnudag. Kenningar eru uppi um að hugsanlega sé hann enn á flugvellinum. Heill her blaðamanna ætlaði fljúga með sömu vél og hann til Kúbu. En Snowden lét ekki sjá sig. Blaðamennirnir fóru því í tilgangslausa flugferð heimsálfa á milli og eina myndefnið sem þeir sendu frá sér var autt flugvélasæti.

Stjórnvöld í Ekvador liggja nú undir feldi og íhuga hvort veita eigi uppljóstraranum hæli í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert