Flutti verksmiðjurnar í sumarfríinu

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Eigandi ítalskrar raftækjaverksmiðju tók sig til, meðan starfsmenn hans voru í sumarfríi, og flutti verksmiðjuna frá Norður-Ítalíu til Póllands.

Hinn 49 ára gamli Fabrizi Pedroni segist hafa gert þetta af illri nauðsyn, þar sem verksmiðjan hafi ekki skilað hagnaði í fimm ár, og verið við það að fara á hausinn vegna hárra launa, lamandi skatta og lítillar framleiðni. Eina leiðin til að bjarga þessari 50 ára gömlu verksmiðju sem afi hans stofnaði, var að flytja hana til Austur-Evrópu.

Starfsmenn verksmiðjunnar, alls 40 talsins, voru skiljanlega brjálaðir þegar þeir komust að þessu, en þeir áttu ekki að snúa aftur úr sumarfríi fyrr en eftir viku, en höfðu fengið veður af flutningi verksmiðjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert