Vara við lögleiðingu kannabisefna

Stríðið gegn fíkniefnum hefur tekið á sig æ herskárri blæ
Stríðið gegn fíkniefnum hefur tekið á sig æ herskárri blæ AFP

Ýmis samtök löggæslumanna hafa skrifað bréf þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum sínum yfir ákvörðun Erics Holders, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að setja sig ekki upp á móti lagasetningu í ríkjunum Colorado og Washington sem heimilar notkun kannabisefna í skemmtanaskyni.

Vefurinn Huffington Post greinir frá þessu, og bendir á að þetta sama löggæslulið hafi undanfarna þrjá áratugi vígvæðst mjög og barist með litlum sem engum árangri í stríði gegn fíkniefnum. 

Samtökin lýstu miklum vonbrigðum með ákvörðun ráðherrans og þykir í hæsta máta óviðeigandi að þau hafi ekki verið látin vita af ákvörðuninni fyrr en hálftíma áður en hún var tilkynnt. Viðbrögðin þykja til marks um að ákvörðun Holders hafi mikil og raunveruleg áhrif.

Lögregluembætti í Bandaríkjunum eru að miklu leyti fjárhagslega háð stríðinu gegn fíkniefnum. Miklar fjárveitingar frá alríkisstjórninni eru tengdar tölfræðilegum árangri embættanna í stríðinu, auk þess sem embættin mega gera upptæk og selja ýmis verðmæti sem nást af einstaklingum sem eru taldir tengjast sölu eða dreifingu fíkniefna, óháð því hvort viðkomandi einstaklingar séu á einhverjum tímapunkti sakfelldir fyrir brot sín.

Minniháttar fíkniefnabrot ekki lengur refsiverð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert