Nýr vinstriflokkur gegn veru í ESB

Wikipedia

Breski prófessorinn Alan Sked hefur ýtt úr vör nýjum stjórnmálaflokki í Bretlandi sem hann kallar New Deal en flokknum er einkum ætlað að berjast fyrir því að Bretar segir skilið við Evrópusambandið. Meðal annarra stefnumála nýja flokksins er þjóðnýting bresku járnbrautanna.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Guardian að Sked sé ekki ókunnur stofnun stjórnmálaflokka en hann hafi fyrir tveimur áratugum stofnað Breska sjálfstæðisflokkinn (UKIP) sem enn er starfandi og hefur átt þingmenn á Evrópuþinginu um árabil. Sked sagði hins vegar skilið við UKIP á sínum tíma og sakaði flokkinn um andúð í garð útlendinga.

Haft er eftir Sked í fréttinni að New Deal sé ætlað að keppa við Verkamannaflokkinn um atkvæði. Hann telji að margir kjósendur á vinstrivæng breskra stjórnmála væru til í að kjósa slíkan flokk en hafi til þessa aðeins staðið til boða hægriflokkurinn UKIP.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert