Enn bólar ekkert á foreldrunum

Stúlkan er kölluð María. Hún er ljóshærð og græneygð og …
Stúlkan er kölluð María. Hún er ljóshærð og græneygð og talin 4 ára gömul. AFP

Engar vísbendingar hafa borist um foreldra litlu ljóshærðu stúlkunnar sem fannst á meðal róma-fólks á Grikklandi. DNA-rannsókn sýndi að hún er ekki skyld parinu sem hún dvaldi hjá. Fólkið hefur verið handtekið og raunverulegra foreldra barnsins er nú leitað um allan heim.

Talið er að stúlkan sé fjögurra ára og líklegt að henni hafi verið rænt árið 2009. Telur lögreglan að hún sé hugsanlega frá Norður- eða Austur-Evrópu.

Hún er nú í umsjá góðgerðarsamtakanna Smile of the Child. Talsmaður samtakanna segir að stúlkan hafi verið hrædd og vanrækt er hún fannst. Hún sé hins vegar við ágæta heilsu og sé nú orðin rólegri.

Samtökin hafa fengið mörg símtöl frá því að fréttir af stúlkunni fóru að birtast í fjölmiðlum. Fundur stúlkunnar hefur vakið vonir í brjósti foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann sem hvarf á Portúgal árið 2007.

Lögreglan réðst til inngöngu í búðir rómafólksins sem eru í miðhluta Grikklands. Þar leitaði hún að vopnum og eiturlyfjum. Hún kom auga á barn sem var ekkert líkt fólkinu sem það bjó hjá. Í ljós kom að engin skjöl voru til um barnið og tengsl þess við parið sem það bjó hjá.

Við yfirheyrslur hjá lögreglunni breytti parið stöðugt frásögn sinni um hvernig María, en það er stúlkan kölluð, komst í umsjón þeirra. 

„Stúlkunni gæti hafa verið rænt, en það er ekki útilokað að móðir hafi gefið hana frá sér,“ segir talsmaður grísku lögreglunnar. Einskis barns sem passar við lýsinguna er saknað á Grikklandi. Því er nú hafin alþjóðleg leit að foreldrum stúlkunnar.

Frétt BBC um málið

Stúlkan er kölluð María. Hún er ljóshærð og græneygð og …
Stúlkan er kölluð María. Hún er ljóshærð og græneygð og talin 4 ára gömul. AFP
Frá hverfi róma-fólksins í Grikklandi þar sem stúlkan fannst.
Frá hverfi róma-fólksins í Grikklandi þar sem stúlkan fannst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert