Fæddi barn í bókabúð

Barnes & Noble.
Barnes & Noble. AFP

Kona gekk inn í bókabúð Barnes & Noble í Los Angeles og ætlaði að kaupa bók. Hún kom þó með annað í fanginu út úr versluninni: Barn sem hún fæddi þar.

Slökkviliðsmenn tóku á móti barninu í anddyri bókabúðarinnar á föstudag. Konan fékk skyndilegar hríðir og þegar slökkviliðsmennirnir komu á staðinn voru þeir ekki vissir hvort það tæki því að aka henni í sjúkrabíl á sjúkrahús til að fæða barnið. Þeir þurftu ekki að velta því fyrir sér lengi því barnið ákvað að koma í heiminn á staðnum.

<span>„Barnið tók þess ákvörðun fyrir þá,“ segir talsmaður slökkviliðsins í samtali við AP-fréttastofuna. „Þeir aðstoðuðu konuna við að koma heilbrigðum dreng í heiminn.“</span>

Verslunarstjórinn segir að konan hafi fætt barnið um 10-15 mínútum eftir að hún kom inn í búðina. Um tuttugu manns stóðu hjá og fylgdust með fæðingunni. Þá tóku einhverjir atburðinn upp á myndband, segir í frétt AP. Sjúkraflutningamennirnir reyndu að veita konunni skjól með laki.

Eftir að allt var yfirstaðið segir verslunarstjórinn að andrúmsloftið í búðinni hafi verið létt og skemmtilegt. 

Hann segir að móður og barni heilsist vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert