Tveggja ára látin eftir slysaskot

Tveggja ára stúlka lést eftir að slysaskot hljóp úr byssu …
Tveggja ára stúlka lést eftir að slysaskot hljóp úr byssu sem hún hélt á. AFP

Tveggja ára stúlka lést eftir að slysaskot hljóp úr byssu sem hún hélt á. Slysið átti sér stað á heimili hennar í Norður-Karólínu. Lögreglan segir að stúlkan hafi fundist með hlaðna skammbyssu og hleypt hafi verið af henni. Stúlkan var heima með frænku sinni og ömmu þegar slysið varð.

Þegar lögregla fann stúlkuna andaði hún ekki. Hún var þegar í stað flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Lögregla segir að dauði stúlkunnar hafi verið slys en rannsókn á málinu er þó ekki lokið. Engin ákæra hefur verið gefin út vegna málsins.

„Hún kom alltaf að girðingunni og lék við hundinn minn,“ segir nágranni. „Að missa tveggja ára barn sem hefur ekki lifað enn, það er hræðilegt.“

Huffington Post greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert