Segjast hafa selt Mariu

Tvö barna Söshu og Atanas Ruseva í bænum Nikolaevo í …
Tvö barna Söshu og Atanas Ruseva í bænum Nikolaevo í Búlgaríu. AFP

Búlgarska lögreglan ætlar að yfirheyra par sem tilheyrir hópi róma-fólks en talið er hugsanlegt að þau séu líffræðilegir foreldrar Mariu, litlu stúlkunnar sem fannst á Grikklandi.

 Sasha Ruseva og Atanas Rusev eru sögð eiga 8-10 börn. Fimm þeirra eru ljóshærð og talin svipa til Mariu litlu.

Haft hefur verið eftir einu barnanna, Jesus, að fjölskyldan hafi verið á Grikklandi og skilið Mariu þar eftir og snúið svo aftur til Búlgaríu.

Þá á móðirin að hafa sagt nágranna sínum að hún hafi selt barn sitt fyrir 500 levur eða um 41 þúsund krónur. Hún segist hafa þekkt Mariu á myndum sem birst hafa af henni eftir að málið kom upp.

Ríkissjónvarpið í Búlgaríu, BNT, segir að parið búið í bænum Nikolaevo.

Innanríkisráðherra Búlgaríu hefur neitað að tjá sig um málið.

Gríska lögreglan hefur fengið aðstoð frá Interpol við að reyna að hafa upp á líffræðilegum foreldrum stúlkunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert