Tísti um andlát eiginmannsins

Hér má sjá tíst konunnar.
Hér má sjá tíst konunnar. Sky-sjónvarpsstöðin

Saklaust tíst kanadískrar konu um umferðargötu í Vancouver varð að beinni lýsingu af slysi þar sem eiginmaður hennar lét lífið. Konan hafði tíst á twitter-aðgangi sínum og sagði að slys sem hafði orðið skömmu áður á veginum hljómaði hræðilega.

Eftir að sjúkraflutningamenn staðfestu að einhver hefði látið lífið í slysinu hafði konan áhyggjur af manni sínum, en hann hafði ekki skilað sér heim úr vinnunni. „Ég er að reyna að halda ró minni en maðurinn minn fór snemma heim úr vinnunni og keyrir þessa leið heim. Hann svarar ekki í símann,“ tísti konan á twitter.

Konan hringdi í neyðarlínuna og tæpri klukkustund síðar tísti hún og sagði að eiginmaður sinn væri látinn, hann væri sá sem hafði lent í bílslysinu. Seinna um kvöldið, eftir að börnin hennar voru sofnuð, tísti hún aftur. „Mér líður eins og steypuklumpur hafi dottið á mig,“ sagði hún.

Eftir lýsinguna á slysinu hefur þeim sem fylgjast með henni á twitter fjölgað verulega, eða úr 567 fylgjendum í rúmlega 3.000.

Sky-sjónvarpsstöðin greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert