Mein Kampf fyrir 7 milljónir króna

Tvö eintök af bók Adolfs Hitlers Mein Kampf, árituð af höfundi, voru seld á 64.850 Bandaríkjadali, rúmar sjö milljónir króna, í Los Angeles í gærkvöldi.

Bækunar eru úr fyrstu og annarri útgáfu, sem eru sjaldgæfar á uppboðum, en fastlega var gert ráð fyrir að 20-25 þúsund dalir fengjust fyrir þær. Ellefu gerðu tilboð í bækurnar en Hitlar skrifar inn í báðar þeirra til Josefs Bauers, sem var liðsmaður í Nasistaflokknum.

Hitler er talinn hafa gefið  Bauer bækurnar í jólagjöf árið 1925 og 1926.

Hilter skrifaði Mein Kampf í fangelsi og fjallaði þar um hugmyndir sínar um framtíð Þýskalands og nýja skipun heimsins, hatur á gyðingum og yfirburði hins aríska kynþáttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert