Carter gagnrýnir hleranir

Jimmy Carter
Jimmy Carter AFP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, viðurkennir að hann notist við bréfpóst í samskiptum sínum við erlenda þjóðarleiðtoga svo hann komist undan eftirliti Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA).

Hann segist telja að hleranir stofnunarinnar hafi gengið of langt. Í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni sagði Carter að ef hann vildi eiga persónuleg samskipti við erlenda þjóðarleiðtoga þá skrifaði hann sjálfur bréfið og færi með það á pósthúsið í eigin persónu.

Hann segist telja að fylgst sé með honum en málefni NSA hafa verið ofarlega á baugi eftir að Edward Snowden upplýsti um vinnuaðgerðir stofnunarinnar.

„Ég tel að ef ég sendi tölvupóst verði hann vaktaður,“ sagði Carter í þættinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert