Kafbáturinn lenti í vandræðum

Frá leitinni að flugvélinni.
Frá leitinni að flugvélinni. AFP

Tæknilegir örðugleikar komu upp í ómannaða kafbátnum Bluefin-21 sem notaður er við leitina að braki malasísku farþegavélarinnar í dag þegar báturinn var sendur í aðra ferð sína niður á hafsbotn. Eftir að tæknimenn höfðu átt við bátinn, var hann sendur af stað á ný.

Kafbáturinn á að kortleggja sjávarbotninn en enn er leitað að flaki og flugrita vélarinnar. Báturinn safnar gögnum en þau hafa ekki gefið neinar vísbendingar um staðsetningu flugvélarinnar.

Báturinn var fyrst sendur niður á hafsbotn sl. mánudagskvöld. Í ljós kom að dýptin á svæðinu var heldur meiri en gert hafði verið ráð fyrir og kom báturinn því upp eftir sex klukkustundir, ekki sextán.

Ekkert nýtt kom fram í gögnunum sem báturinn safnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert