Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi ósáttir

Sýrlenska þingið.
Sýrlenska þingið. AFP

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi fordæmdu í dag þá ákvörðun þingsins að boða til forsetakosninga þann 3. júní næstkomandi í skugga mannskæðrar borgarastyrjaldar. 

„Tilkynning ríkisstjórnar Assads [Bashar al-Assads, forseta Sýrlands] um að „forsetakosningar“ verði haldnar í júní er farsi sem alþjóðasamfélagið ætti að hafna,“ sagði í tilkynningu frá stjórnarandstöðuöflunum.

Að minnsta kosti 150 þúsund manns hafa fallið frá því borgarastyrjöldin braust út í marsmánuði árið 2011.

„Forsetakosningar í Sýrlandi munu fara fram 3. júní á milli kl. 7 að morgni til sjö að kvöldi,“ sagði forseti þingsins, Mohammad al-Lahham, á sérstökum þingfundi fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Forsetakosningar boðaðar í Sýrlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka