Treystir ekki eigin hersveitum

Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu.
Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu. ANATOLII STEPANOV

Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu, segir að öryggisveitir úkraínska ríkisins séu ekki færar um að bæla niður átökin í austurhluta landsins. Í sumum tilfellum hafi sveitirnar meira að segja stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum.

Aðskilnaðarsinnar hafa lagt undir sig fjölmargar opinberar byggingar í borgum í austurhluta landsins en nú í morgun hertóku þeir ráðhúsið í borginni Horlivka í Donetsk. Leiðtogar Vesturlandanna hafa margir hverjir sagt að aðskilnaðarsinnarnir séu á vegum rússneskra stjórnvalda.

Túrtsjínov benti á að úkraínski herinn væri í viðbragsstöðu ef svo myndi fara að rússneski herinn myndi gera innrás. Raunverulegur möguleiki væri á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert