Loftbelgur flaug á rafmagnslínu

Mynd/AP

Þrír eru taldir af eftir hræðilegt loftbelgsslys í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag. Sjónarvottar sáu loftbelginn fljúga á rafmagnslínur og við það kviknaði í loftbelgnum. Eldurinn breiddist hratt út þar til sprenging varð og hluti af loftbelgnum hrapaði til jarðar. 

Alls voru þrettán loftbelgir á flugi á svæðinu, sem hluti af stórri loftbelgjahátíð sem nú hefur verið blásin af. „Við heyrðum fólk öskra þegar kviknaði í loftbelgnum og svo sýndist okkur tveir farþeganna fleygja sér fyrir borð,“ sagði einn viðstaddra í samtali við CNN. Lögreglan hefur staðfest að tveir hafi látið lífið. Þrír farþegar voru í loftbelgnum en sá þriðji hefur enn ekki fundist. Talið er að hann hafi látist í sprengingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert