Höfnuðu „hæstu lágmarkslaunum heims“

Kona greiðir atkvæði í dag í bænum Bulle í vesturhluta …
Kona greiðir atkvæði í dag í bænum Bulle í vesturhluta Sviss. AFP

Svissneskir kjósendur höfnuðu í dag í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um að lögfesta lágmarkslaun í 22 nýju frönkum, sem nemur rúmum 2.800 krónum, á klukkustund.

Engin lágmarkslaun eru í Sviss, en hefði tillagan verið samþykkt hefðu þau orðið hin hæstu í heimi. Verkalýðsfélög sem börðust fyrir breytingunni vísuðu í hátt verðlag í Sviss og sögðu að það þyrfti að lágmarki sem nemur 500.000 krónum í mánaðarlaun til að lifa mannsæmandi lífi.

Til sam­an­b­urðar eru lög­bund­in lág­marks­laun í ná­granna­lönd­un­um 9,43 evr­ur í Frakklandi, 5,05 evr­ur á Spáni og 8 evr­ur á Grikklandi. Í Banda­ríkj­un­um eru lág­marks­laun rúm­ir 7 dal­ir, þ.e. 5 evr­ur eða 790 krón­ur.

Láglaunafólk í Sviss starfar flest í þjónustustörfum, á hótelum og veitingastöðum, og er meirihluti þeirra konur.

Sjá einnig: Kjósa um hæstu lágmarkslaun heims

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert