Snjókoma í Noregi

Það snjóaði í Norður-Noregi í nótt
Það snjóaði í Norður-Noregi í nótt mbl.is/Rax

Þegar íbúar í Troms og Finnmörk í Norður-Noregi vöknuðu í morgun  blasti við þeim hvít jörð og telur veðurfræðingur hjá norsku veðurstofunni að veðrið hefði gleymt því hvernig ætti að haga sér í júní. Ástæða kuldakastsins er kalt loft sem berst frá norðurpólnum.

Heldur á að hlýna þegar líður á daginn, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins og er von á að hitinn fari í fimm gráður þegar hlýjast er. Kuldanum fylgir slydda og er ekki ráðlegt að halda á fjallvegi á þessum slóðum á sumardekkjum.

Frétt NRK en þar er að finna myndir sem sýna það svart á hvítu að það snjóaði í nótt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert