Snowden má vera í Rússlandi í þrjú ár

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden fær að vera í þrjú ár til viðbótar í Rússlandi. Hann kom til landsins 31. júlí í fyrra og fékk hann pólitískt hæli í kjölfarið.

Nú hefur hann fengið formlegt leyfi til að dvelja í landinu til ársins 2017. Lögmaður Snowden, Anatoly Kucherena, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun.

Til að byrja með dvaldi hann í einn mánuð á flug­vell­in­um í Moskvu en eft­ir það hef­ur lítið til hans sést. Ekki er vitað hvar hann dvel­ur í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert