Lögregluaðgerðir eða hernaður?

Lögreglumenn sem sitja klæddir í felulitum ofan á vopnuðum bifreiðum, haldandi á árásarrifflum er nú orðin dagleg sjón í Ferguson, sem er vanalega nokkuð friðsælt úthverfi St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum.  Ofbeldið í Ferguson síðustu daga hefur skapað heitar umræður um störf lögreglunnar og hvernig aðgerðir hennar eru farnar að líkjast frekar hernaðaraðgerðum heldur en lögreglustörfum.

Mótmæli, óeirðir og ofbeldi hafa verið ríkjandi í Ferguson eftir að hinn 18 ára Michael Brown var skotinn þar til bana af lögreglumanni á laugardaginn. Eins og stór hluti íbúa á svæðinu, var Brown þeldökkur og telja margir að hann hafi verið skotinn vegna kynþáttar síns. Lögreglumaðurinn sem skaut Brown heldur því þó fram að Brown hafi reynt að ná af sér byss­unni og því hafi hann skotið. 

Vopnaðir árásarrifflum og handsprengjum

Lögreglumenn notuðust fyrst um sinn við rafbyssur, táragas og reyksprengjur í baráttu sinni gegn mótmælendum sem hafa ýmist svarað með grjótkasti eða bensínsprengjum. Mótmælin hafa jafnframt leitt til skemmdarverka og ránsferða, en fjölmargar búðir á svæðinu standa nú tómar eftir óprúttna aðila sem notfæra sér ástandið og stela öllu steini léttara. 

Ásamt því að notast við hefðbundnar leiðir til þess að bregðast við mótmælendum, hefur lögreglan bætt við lið sitt og eru nú fjölmargir lögreglumenn á svæðinu vopnaðir árásarrifflum að gerðinni M4 og handsprengjum. 

Ein mynd sem sýnir lögreglumann klæðast herbúningi haldandi á riffli sem er sérhannaður fyrir leyniskyttur, hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og valdið mikilli umræðu og reiði. 

Banna aðgang blaðamanna

Jafnframt hafa blaðamenn átt erfitt með að fjalla um atburðina vegna afskipta lögreglunnar. Blaðamenn voru bannaðir á svæðinu á miðvikudaginn og fjölmörg samtök hafa fordæmt tilraunir lögreglunnar til þess að hræða fréttamenn frá því að fjalla um ástandið. 

Til að mynda voru tveir bandarískir blaðamenn, einn frá Washington Post og annar frá Huffington Post, handteknir á skyndibitastaðnum McDonalds eftir að lögregla kom þangað og skipaði fólki að yfirgefa staðinn. Þeir fengu engar skýringar á handtökunni og aðeins þær upplýsingar að þeir væru þarna í leyfisleysi. Þeir höfðu ekki verið ákærðir þegar þeim var sleppt. 

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur hvatt samlanda sína til þess að halda stillingu. Hann sagði jafnframt að það væri „aldrei ástæða“ til þess að beita lögreglu ofbeldi. Þó sagði hann einnig að aldrei væri hægt að réttlæta „óhóflegt vald“ lögreglunnar. 

Vopn lögreglunnar í ósamræmi við hættuna

Nathan Bethea, sem er fyrrum fótgönguofursti í bandaríska hernum, segist vera hneykslaður yfir viðbrögðum lögreglu í Ferguson gagnvart mótmælendunum. 

„Ég birti á Twitter mynd sem ég hafði séð af manni sem lögreglan beindi byssu að. Hann var bara krakki sem var ekki einu sinni í bol, hvað þá vopnaður,“ sagði Bethea.

„Að nota handsprengjur og táragas er í ósamræmi við hættuna sem skapast af þessu fólki.“

Bethea bætti við að lögreglan hegðaði sér eins og hún væri í stríði. „Þetta er í Bandaríkjunum og ekki einu sinni í stórborg. Þeir haga sér eins og þetta sé innrásin í Fallujah 2004,“ bætir hann við og er þá að tala um blóðugan bardaga í írösku borginni Fallujah sem bandaríski herinn átti í. 

Margir líta svo á að ástandið í Ferguson sé bein afleiðing „1033 áætlunarinnar“ sem var sett á stokk á tíunda áratugnum. Áætlunin leyfði varnarmálaráðuneytinu að endurnýta herbúnað bandaríska hersins og koma honum til lögreglusveita hér og þar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Ferguson er ein þeirra átta þúsund sveita sem fengu herbúnað í kjölfar áætlunarinnar á sínum tíma. 

Aðgerðirnar hafa þveröfug áhrif

„Síðan þetta var leyft hefur lögreglan á svæðinu verið að safna að sér vopnum sem eru hönnuð fyrir herbardaga,“ segir Kara Dansky, talskona samtakanna ACLU, sem berj­ast fyr­ir frelsi al­mennra borg­ara í Banda­ríkj­un­um. 

Í skýrslu samtakanna „War Come Home“ sem kom út í júní kemur fram að aðgerðir lögreglu séu í auknum mæli að líkjast hernaðaraðgerðum. 

Er til dæmis sýnt fram á mikla starfssemi sérsveitar FBI sem er oft erfitt að réttlæta að mati Dansky. 

„Í rannsókninni skoðuðum við rúmlega 800 dæmi þar sem sérsveitin ræðst inn í hús á tveggja ára tímabili. Við komumst að því að aðeins 7% þeirra atvika voru í neyðartilvikum, en 80% þeirra voru húsleitir. Þá var verið að leita af litlu magni af eiturlyfjum,“ sagði Dansky. 

Dansky sagði einnig að þessar aðgerðir lögreglunnar hafi oft þveröfug áhrif. 

„Aftur og aftur sáum við sannanir á því að þessi ónauðsynlega notkun á herbúnaði og herþekkingu leiddi til aukinnar hættu á ofbeldi og kemur fólki í hættu.“

„Þetta er öryggisatriði“

En af hverju telja svona margar bandarískar lögreglusveitir það nauðsynlegt að notast við herbúnað í ákveðnum aðstæðum?

Larry Amerson, sem er lögreglustjóri í Calhoun sýslu í Alabama, segir að sveit hans hafi nýlega tekið í notkun vopnaða bifreið sem hönnuð er til þess að standast sprengingar.

Amerson lítur svo á að bifreiðin muni koma sér vel hjá lögreglunni. 

„Árið 2000 kom uppi staða þar sem við þurftum að eiga við geðsjúkan mann. Þá skaut hann þrjá lögreglumenn og við gátum ekki komið liðsauka til mannanna þar sem hann var ennþá vopnaður og að skjóta,“ segir Amerson. „Það var engin leið til þess að að bjarga þeim særðu þar sem við gátum ekki varið okkur. Þessi bifreið hefði getað hjálpað okkur þá. Hún gerir okkur kleift að vera á ferðinni í hættulegu umhverfi á öruggan hátt. Þetta er öryggisatriði.“

Þó eru ekki allir eins sannfærðir um ágæti herbúnaðs í lögreglusveitum og Amerson. Rand Paul, sem er þingmaður repúblikana fyrir Kentucky lítur svo á að stöðva þurfi hervæðingu bandarísku lögreglunnar.

„Eitt af hlutverkum lögreglunnar er að halda friðinn en það ætti að vera munur á lögregluviðbrögðum og hernaðarviðbrögðum,“ sagði hann m.a. í grein í tímaritinu Time nýlega.

„Myndirnar og myndskeiðin sem við sjáum frá Ferguson líkjast frekar stríði heldur en hefðbundnum lögreglustörfum.“

Paul lítur svo á að stjórnvöld í landinu hafi „hvatt til þróun lögreglunnar til hernaðar“ með því að aðstoða stjórnvöld í borgum og bæjum við að „byggja upp litla heri.“

„Það fer langt fram úr því sem flestir Bandaríkjamenn krefjast af lögreglunni.“

Sjá fyrri fréttir mbl.is : Borgarhverfi eins og stríðsvellir

                                   Hélt áfram að skjóta

                                   Dauða Michaels Brown ennþá mótmælt

Lögreglumaður fylgist með mótmælendum í Fergusson vopnaður árásarriffli.
Lögreglumaður fylgist með mótmælendum í Fergusson vopnaður árásarriffli. AFP
Mótmælendur í Fergusson í gær.
Mótmælendur í Fergusson í gær. AFP
AFP
AFP
AFP
Mótmælendurnir krefjast réttlætis.
Mótmælendurnir krefjast réttlætis. AFP
AFP
Fólk mótmælti örlögum Brown í Flórída.
Fólk mótmælti örlögum Brown í Flórída. AFP
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and …
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and shout "hands up, dont shoot" outside the James Lawrence King Federal Justice Building where the U.S. Attorneys Office, Southern District of Florida, is located on August 14, 2014 in Miami, Florida. The protesters, which included members of the civil rights group Dream Defenders, say they want justice for Mike Brown, shot and killed by police in Ferguson, Missouri on August 9. They said they also want justice for 17-year old graffiti artist Israel Hernandez, who died from shock from a Miami Beach police officer's Taser last summer. Joe Raedle/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY == AFP
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and …
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and shout "hands up, dont shoot" outside the James Lawrence King Federal Justice Building where the U.S. Attorneys Office, Southern District of Florida, is located on August 14, 2014 in Miami, Florida. The protesters, which included members of the civil rights group Dream Defenders, say they want justice for Mike Brown, shot and killed by police in Ferguson, Missouri on August 9. They said they also want justice for 17-year old graffiti artist Israel Hernandez, who died from shock from a Miami Beach police officer's Taser last summer. Joe Raedle/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY ==
MIAMI, FL - AUGUST 14: Curtis Hierro and seven others …
MIAMI, FL - AUGUST 14: Curtis Hierro and seven others are arrested by police in the James Lawrence King Federal Justice Building where the U.S. Attorneys Office, Southern District of Florida, is located on August 14, 2014 in Miami, Florida. The protesters, which included members of the civil rights group Dream Defenders, say they want justice for Mike Brown, shot and killed by police in Ferguson, Missouri on August 9. They said they also want justice for 17-year old graffiti artist Israel Hernandez, who died from shock from a Miami Beach police officer's Taser last summer. Joe Raedle/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY == AFP
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and …
MIAMI, FL - AUGUST 14: Protesters raise their arms and shout "hands up, dont shoot" outside the James Lawrence King Federal Justice Building where the U.S. Attorneys Office, Southern District of Florida, is located on August 14, 2014 in Miami, Florida. The protesters, which included members of the civil rights group Dream Defenders, say they want justice for Mike Brown, shot and killed by police in Ferguson, Missouri on August 9. They said they also want justice for 17-year old graffiti artist Israel Hernandez, who died from shock from a Miami Beach police officer's Taser last summer. Joe Raedle/Getty Images/AFP == FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY ==
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert