Dauða Michaels Brown enn mótmælt

Lögregla í Missouri í Bandaríkjunum beitti táragasi og reyksprengjum í gærkvöldi þegar hópur fólks mótmælti vegna dauða Michaels Brown, unglingspilts sem lögreglumaður skaut til bana  í úthverfi borgarinnar.

Tveir blaðamenn, sem unnu að umfjöllun um mótmælin, voru handteknir á staðnum. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á laugardag, þegar Brown var skotinn.

Blaðamennirnir tveir starfa hjá Washington Post og Huffington Post. Þeir voru handteknir á skyndibitastaðnum McDonalds eftir að lögregla kom á þangað og skipaði fólki að yfirgefa staðinn.

Þetta sögðu blaðamennirnir í twitter-færslum en annar þeirra sagði að þeir hefður ekki fengið skýringar á handtökunni. Þeir hefðu aðeins fengið þær upplýsingar að þeir væru þarna í leyfisleysi og höfðu þeir ekki verið ákærðir þegar þeim var sleppt.

Fyrr um kvöldið skaut lögregla nokkrum skotum að 19 ára manni sem beindi skammbyssu að þeim.

FBI rannsakar dauða Browns 

Skaut óvopnaðan 18 ára pilt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert