Skutu eldflaug til Ísraels

Frá einni loftárás Ísraelsmanna á Gaza.
Frá einni loftárás Ísraelsmanna á Gaza. AFP

Eldflaug var skotið frá Líbanon til Ísraels í kvöld, samkvæmt upplýsingum Ísraelshers. Í dag eru 47 dagar liðnir frá því að Ísraelsher hóf sókn gegn Hamas-samtökunum af hörku á Gazasvæðinu.

„Eldflaug frá Líbanon lenti í Akko í Ísrael rétt í þessu,“ segir í tilkynningu ísraelska hersins kl. 19.45.

Enn hafa engar fréttir af mannfalli eða skemmdum borist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert