Tyrkir loka landamærunum á ný

100 þúsund flóttamenn, aðallega sýrlenskir Kúrdar hafa komið inn í …
100 þúsund flóttamenn, aðallega sýrlenskir Kúrdar hafa komið inn í landið frá því á föstudag. AFP

Tyrkir hafa nú ákveðið að loka nokkrum leiðum yfir landamærin að Sýrlandi eftir að hafa opnað þau á föstudaginn. 100 þúsund flóttamenn, aðallega sýrlenskir Kúrdar hafa komið inn í landið frá því á föstudag en fólkið óttast árásir samtakanna Ríkis Íslam.

Flestir flóttamennirnir eru frá Kobane, bæ sem hefur verið ógnað af uppreisnarmönnum. Ríki Íslam hefur tekið yfir stór svæði í Írak og í Sýrlandi á undanförnum mánuðunum.

Fólkið sem kom yfir til Tyrklands gistir meðal annars í skólum en ljóst er að það mun reynast Tyrkjum erfitt að koma öllu flóttafólkinu fyrir.

Ákveðið var að opna landamærin á níu stöðum á 30 kílómetra löngu svæði á landamærunum. Í dag er aftur á móti aðeins opið á tveimur stöðum af níu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert