Snowden og kærastan saman í Rússlandi

Edward Snowden
Edward Snowden AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden er umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar Lauru Poitras sem nefnist Citizenfour. Í henni er ítarlega fjallað um Snowden og hvað hann hefur haft fyrir stafni frá því hann ljóstraði upp um umfangsmiklar njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.

Meðal þess sem kemur fram í heimildarmyndinni er að kærasta Snowden til margra ára, Lindsay Mills, hélt til Rússlands í júlí síðastliðnum og hefur hún dvalið hjá honum síðan. Því er meðal annars lýst í myndinni þegar Snowden, þá í Hong Kong, lét Mills vita að hann ætti ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna. 

„Þetta er nokkuð erfið staða,“ sagði hann þá og var við það að bresta í grát. „Kem líklega ekki aftur.“

Snowden „hvarf“ þegar Mills var í fríi og vissi hún ekkert um fyrirætlan hans. Í myndinni segir Snowden að hann hafi valið þennan tímapunkt til þess að vernda hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert