Stórslys á tónleikum

Loftræstingargrind hrundi og margir slösuðust.
Loftræstingargrind hrundi og margir slösuðust. Skjáskot af BBC

Talið er að margir hafi látist eftir slys á popptónleikum suður af Seúl í Suður-Kóreu. Þegar hafa sextán fundist látnir eftir slysið og 11 alvarlega slasaðir.

Í frétt BBC segir að samkvæmt fréttum í fjölmiðlum í Suður-Kóreu sé talið að járnrist ofan á loftræstiopi, sem fjölmargir stóðu á,hafi losnað og fólkið fallið um 20 metra niður á bílastæði sem var undir tónleikasvæðinu.

Stúlknasveitin 4Minute, ein vinsælasta hljómsveit Suður-Kóreu var að halda tónleika er slysið varð.

Um 700 manns voru á tónleikunum.

Unnið er að björgun á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert