Kanna uppruna myndskeiðsins

Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig.
Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig. AFP

Unnið er að því að staðfesta uppruna myndskeiðs sem birt hefur verið á veraldarvefnum og talið er staðfesta að bandaríski hjálpstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig, hafi verið afhöfðaður.

Að sögn bandarískra yfirvalda er áhersla lögð á að ferlið taki sem stystan tíma.

Samtökin Íslamska ríkið birtu myndskeiðið í dag. Því fylgdi einnig viðvörun sem beint var að Bandaríkjamönnum en þeir búa sig undir að senda fleiri hermenn til Íraks. Í myndbandinu er einnig sýnt frá fjöldaaftöku 18 manna sem sagðir eru sýrlenskir stjórnarhermenn. 

„Þetta er Peter Edward Kassig, bandarískur ríkisborgari frá landinu ykkar,“ segir böðull með svarta grímu í myndbandinu. 

Foreldrar Kassigs bíða staðfestingar

Gíslinn Kassig hálshöggvinn?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert