Foreldrar Kassigs bíða staðfestingar

Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig.
Abdul-Rahman Kassig, áður Peter Kassig. AFP

Foreldrar bandaríska hjálparstarfsmannsins Abdul-Rahmans Kassigs, áður Peters Kassigs, bíða nú eftir að staðfest verði að hann sé í raun látinn.

Myndband sem virðist sýna meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hálshöggva Kassig hefur verið birt á veraldarvefnum.

Í tilkynningu sem Ed og Paula Kassig, foreldrar Abdul-Rahmans, hafa sent frá sér segir að þau séu meðvituð um fréttaflutning af meintu andláti sonar þeirra. Segjast þau bíða eftir staðfestingu. 

Biðja þau fjölmiðla um að beina athygli að starfi og lífi Kassigs, ekki myndbandinu sem sé viðurstyggilegt. Vilja þau frekar að skrifað verði um mikilvægt starf hans og ást hans á vinum og fjölskyldu. 

Kassig var rænt 1. október í fyrra þegar hann var á leið til Deir Ezzour í austurhluta Sýrlands. Hryðjuverkasamtökin höfðu hótað að myrða Kassig í myndbandi sem sýndi morðið á breskum gísl, Alan Henning, og birt var í síðasta mánuði.

Kassig skrifaði foreldrum sínum bréf í júní á þessu ári en þar sagðist hann vera hræddur við að deyja í haldi vígamanna.   

Gíslinn Kassig hálshöggvinn?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert