450 manns í hættu á skipi án áhafnar

Ítalska strandgæslan bjargar fólki á sjó. Mynd úr safni.
Ítalska strandgæslan bjargar fólki á sjó. Mynd úr safni. AFP

450 manns á bát án áhafnar rekur nú í átt að strönd Puglia á Ítalíu. Þetta kemur fram í tísti frá ítölsku strandgæslunni.

Þetta gerist aðeins tveimur dögum eftir að ítalskir sjómenn björguðu 700 sýrlenskum flóttamönnum, en skip þeirra stefndi í áttina að klettavegg.

Ítalski flugherinn tilkynnti um ellefuleytið að íslenskum tíma að skipið hefði numið staðar vegna aflsmissis.

Þyrla hefur verið send á staðinn til að koma mönnum um borð sem eiga að ná stjórn á skipinu. Skipið er nú 65 kílómetrum frá Capo di Leucia, sem er alveg við „hæl“ Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert