Segist saklaus af morði

Tommy Schaefer og Heather Mack
Tommy Schaefer og Heather Mack EPA

Þunguð bandarísk unglingsstúlka, sem sökuð er um að hafa myrt móður sína og troðið líkinu í ferðatösku á indónesísku eyjunni Bali, segist vera dauðhrædd og að hún sé saklaus. 

Þetta kemur fram í fyrsta viðtalinu sem birt er við hana frá því Heather Mack, 19 ára, var handtekin fyrir morðið á móður sinni ásamt unnusta sínum í ágúst sl. Í viðtalinu sem birt er í bandaríska dagblaðinu Chicago Tribune kemur fram að Mack deilir klefa með tíu öðrum konum á Bali. 

„Ég elskaði mömmu af öllu hjarta og sakna hennar á hverjum degi,“ segir hún í viðtalinu. Hún og unnusti hennar, Tommy Schaefer, eru bæði frá Chicago. Von er á barni þeirra í apríl.

Mack, sem á yfir höfði sér dauðadóm þar sem hún yrði skotin til bana af aftökusveit verði hún fundin sek um morð af yfirlögðu ráði, segist vera skíthrædd og þá miklu frekar vegna ófæddrar dóttur sinnar en hennar sjálfrar. 

Lík Sheilu von Wiese Mack, 62 ára, fannst í ferðatösku í farangursrými leigubíls fyrir utan lúxushótel á Bali. Parið, dóttir hennar og unnusti hennar, voru handtekin á flótta á eyjunni en þau höfðu dvalið með Mack á hótelinu.

Réttarhöld yfir Mack og Tommy Schaefer, sem  er 21 árs, hefjast síðar í vikunni en þau eiga bæði yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau fundin sek um morð af yfirlögðu ráði.

Saksóknarar segja að Schaefer hafi slegið Von Wiese Mack með skál en hann hafi snöggreiðst eftir að hún hafði reitt hann til reiði með rasískum ummælum sínum en Schaefer er svartur. Samkvæmt ákæru faldi Mack sig inn á baðherbergi á meðan árásinni stóð en þau hafi síðan hjálpast að við að koma líkinu fyrir í ferðatöskunni. Mack heldur hins vegar fram sakleysi sínu. 

Hafa játað á sig ferðatöskumorðið

Heather Mack
Heather Mack AFP
Tommy Schaefer
Tommy Schaefer EPA
Heather Mack
Heather Mack AFP
Heather Mack
Heather Mack AFP
Heather Mack
Heather Mack AFP
Heather Mack og Tommy Schaefer
Heather Mack og Tommy Schaefer AFP
Heather Louis Mack
Heather Louis Mack EPA
Heather Mack
Heather Mack AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert