Fréttamanni vikið frá störfum

Brian Williams
Brian Williams EPA

Bandaríska fréttamanninum Brian Williams hefur verið vikið frá störfum í sex mánuði og fær hann ekki laun á tímabilinu fyrir að hafa logið til um atburði í Írak. Í tilkynningu sem NBC sjónvarpsstöðin sendi frá sér í gærkvöldi kemur fram að ástæða brottvikningarinnar séu óafsakanlegar aðgerðir hans.

Williams, sem er einn vinsælasti fréttaþulurinn vestanhafs, hefur ítrekað rætt um það þegar hann varð fyr­ir árás í Írak. Williams sagðist  hafa verið í þyrlu sem var skot­in niður í Írak en her­menn efuðust um frá­sögn hans. Williams seg­ir í afsökunarbeiðni sem hann sendi frá sér í síðustu viku að minnið hafi brugðist sér.

Frétt BBC

Þulurinn sem laug víkur úr starfi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert