Er von á barninu um miðjan apríl?

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga von á öðru barni …
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eiga von á öðru barni sínu í apríl. AFP

Margir fylgjast grannt með Katrínu Middleton hertogaynju en hún á von á öðru barni sínu í apríl, líkt og breska konungsdæmið tilkynnti í byrjun september á síðasta ári.

Ekki hefur verið gefið upp hvenær í mánuðinum er von á barninu en hingað til hefur þótt líklegra að það sé í lok mánaðarins.

Nú er talið að von sé á barninu fyrr í mánuðinum, samkvæmt frétt Mirror. Þegar tilkynnt var um þungun hennar var talið að hún væri komin fimm til sex vikur á leið.

Listamaðurinn Paul Cummins segir aftur á móti að Katrín hafi ekki komið á sýningu hans þann 5. ágúst á síðasta ári þar sem hún hafi þegar verið orðin veik vegna meðgöngunnar.

Reynist þetta rétt, þá gæti verið von á barninu fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að Katrín sinni ýmsum skyldum fyrir konungsdæmið fram í miðjan mars en þá mun hún taka sér hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert