Rústuðu fornri borg

Borgin Hatra í Írak, en þessi mynd var tekin í …
Borgin Hatra í Írak, en þessi mynd var tekin í fyrra. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams sendu í morgun frá sér myndband sem sýnir hvernig liðsmenn samtakanna rústuðu hinni fornu borg Hatra í Írak í byrjun marsmánaðar.

Borgin var stofnuð fyrir um tvö þúsund árum og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Liðsmenn samtakanna fóru með ránshendi um borgina, en auk þess að eyðileggja gríðarleg menningarverðmæti, stálu þeir meðal annars gull og silfri.

Þeir líta svo á að líkneski og styttur séu „fölsk skurðgoð“ og þau beri að eyðileggja.

Hatra er í um 110 kílómetra fjar­lægð frá Mos­ul. 

Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði að eyðilegging Ríkis íslams væri ekkert annað en stríðsglæpur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert