Lík Buckley fundið

Karen Buckley.
Karen Buckley. mbl.is

Lögreglan hefur handtekið 21 árs gamlan mann í tengslum við dauða írsku konunnar, Karen Buckley, samkvæmt upplýsingum frá skosku lögreglunni. 

Tilkynnt var um hvarf Buckley, sem er frá 24 ára námsmaður frá Cork, á sunnudag en síðast sást til hennar úti á lífinu í Glasgow aðfararnótt sunnudags. 

Að sögn lögreglu fundust líkamsleifar á sveitabæ norður af Glasgow sem taldar eru af henni en formlegri rannsókn er ekki lokið. Tilkynnt var um fundinn og handtöku mannsins í gærkvöldi.

Haft hefur verið samband við ættingja Buckleys um líkamsleifarnar sem fundust á sveitabæ í Milngavie, sex mílur frá miðborg Glasgow.

Gríðarlega umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna fjóra daga að Buckley en hún flutti til Glasgow í febrúar.

Handtaska hennar fannst í Dawsholm garði í Glasgow á þriðjudag og í kjölfarið var farið að leita hennar skammt frá Milngavie.

Maðurinn var formlega handtekinn í kjölfar þess að hafa verið yfirheyrður af lögreglu í gær. Hann verður leiddur fyrir dómara á föstudag, samkvæmt fréttum BBC og Guardian.

Fundu handtösku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert