Tugir drukknuðu í Miðjarðarhafi

Flóttafólk bíður við höfnina í Sikiley.
Flóttafólk bíður við höfnina í Sikiley. AFP

Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu skammt frá Sikiley. Þetta er enn eitt slysið þar sem flóttafólk frá Líbíu á leið til Ítalíu lætur lífið á flóttanum yfir hafið. Um 10 þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað á leið sinni til Ítalíu á undanförnum dögum. Hundruð hafa látið lífið á leiðinni frá byrjun árs. Í síðustu viku létu um 400 manns lífið er bát þeirra hvolfdi.

Ítalía hefur óskað eftir aukinni aðstoð Evrópusambandsins vegna flóttamannastraumsins. 

Varðskipið Týr er nú í verkefni í Miðjarðarhafinu. Þegar hefur áhöfn skipsins komið að björgun mörg hundruð flóttamanna.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert