Tveir prestar gefa parið saman

Skötuhjúin í desember á síðasta ári.
Skötuhjúin í desember á síðasta ári. AFP

Það verður mikið um dýrðir í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, laugardaginn 13. júní í sumar þegar Karl Filippus, Svíaprins og hertogi af Varmalandi, gengur að eiga unnustu sína, Sofiu Hellquist.

Hjónavígslan fer fram í Hallarkirkjunni. Parið trúlofaði sig 27. júní á síðasta ári en fyrst var upplýst um samband þeirra árið 2010.

Frétt mbl.is: Brúneygði prinsinn sem fann ástina

Boðskortin bárust nýlega til gestanna en þar kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir formlegum klæðnaði og mega gestir bera kórónur.

Fáir úr ríkisstjórn landsins eða eldri meðlima konungsfjölskylda Evrópu eru á gestalistanum þar sem Karl Filippus er ekki krónprins. Guðmóðir brúðgumans er þó undantekning og fær Margrét Þórhildur Danadrottning boð í brúðkaupið.

Tveir prestar munu gefa hjónin saman, sömu prestar og giftu systur Karl Filippusar Madeleine og Chris árið 2013. Þegar Viktoría krónprinssessa gifti sig árið 2010 stóðu aftur á móti fjórir prestar við altarið.

Frétt mbl.is: Svíar fá konunglegt brúðkaup í júní

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert