Segir af sér vegna kynsvalls

Eric Holder ræðir við fréttamenn.
Eric Holder ræðir við fréttamenn. AFP

Yfirmaður eiturlyfjastofnunnar Bandaríkjanna (DEA) mun hætta störfum um miðjan maí. Ástæðan mun vera hneykslismál sem snýr að þátttöku fulltrúa stofnunnarinnar í hópkynlífi með vændiskonum sem ráðnar voru af eiturlyfjahring.

Michele Leonhart er yfirmaður stofnunnarinnar hvers helsta hlutverk er að fylgja eftir lögum gegn inn- og útflutningi eiturlyfja.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Eric Holder, hrósaði Leonhart fyrir vel unnin störf þegar hann tilkynnti um starfslok hennar. Var hún fyrsta konan sem stýrði stofnuninni og sagði Holder hana hafa rutt veginn fyrir jafnrétti og vera öðrum innblástur.

Kynlífsveislurnar sem Leonhart þarf að líða fyrir áttu sér stað í bækistöðvum stofnunarinnar í Kólumbíu á nokkurra ára tímabili. Sjö af þeim tíu starfsmönnum stofnunarinnar sem sakaðir voru um að hafa tekið þátt í kynsvallinu játuðu sök sína og hlutu refsingu. Upp komst um málið þegar leyniþjónustumaður sá til starfsmanna stofnunarinnar ráða vændiskonur skömmu fyrir heimsókn Barack Obama, Bandaríkjaforseta, til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert