Verður tekinn af lífi klukkan 17

AFP

Móðir ástralska fíkniefnasmyglarans Muruan Sukumaran segir að hann verði tekinn af lífi af aftökusveit klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, á miðnætti í Indónesíu. Alls verða níu teknir af lífi fyrir brot á fíkniefnalöggjöf landsins, þar af átta útlendingar.

„Ég mun ekki sjá hann framar. Þeir ætla að sækja hann á miðnætti og skjóta hann,“ segir Raji Sukumaran, móðir Myuran Sukumaran, þar sem hún ræddi grátandi við fréttamenn á fangaeyjunni þar sem sonur hennar er í haldi. 

Hinir dauðadæmdu eru í haldi á fangaeyjunni Nusakambangan en þangað eru þeir fluttir sem eru dæmdir til dauða. Stjórnvöld í Indónesíu vilja hins vegar ekki upplýsa um hvar þeir verða skotnir til bana

Gríðarleg reiði er víða vegna þess að taka eigi fangana af lífi, meðal annars ríkisstjórna þeirra ríkja sem fangarnir koma frá. Enda þrátt fyrir að í nokkrum ríkjum sé dauðarefsingum beitt í fíkniefnamálum þá er mun sjaldgæfara að þeirri refsingu sé fullnægt.

En stjórnvöld í Indónesíu hafa fjölgað aftökum undanfarin tvö ár en forseti landsins, Joko Widodo, er harður stuðningsmaður þess að taka eigi fólk af lífi fyrir smygl á fíkniefnum.

Hvergi í heiminum er framleitt jafn mikið af ópíum og í Afganistan. Þar er afar sjaldgæft að dauðadómum sé framfylgt fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. 

Stjórnvöld í Bangladess hafa ekki gefið út opinberlega upplýsingar um hversu margir hafi verið dæmdir þar til dauða en talið er að hundruð séu þar á dauðadeild. Þar á meðal eru einhverjir sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir fíkniefnamisferli. 

Á Brunei liggur dauðarefsing við fíkniefnasmygli en ekki er vitað til þess að neinn fangi hafi verið tekinn þar af lífi síðasta áratuginn.

Í Kína fara fram flestar aftökur í heiminum, samkvæmt skýrslu Amensty International en ekki liggur nákvæmlega fyrir opinberlega hversu margar aftökurnar eru á ári hverju. Þar í landi er fólk tekið af lífi fyrir fíkniefnasmygl.

 Alls voru 278 fangar á dauðadeildum í Indlandi en þar er hægt að dæma fólk til dauða fyrir fíkniefnasmygl.

 Alls eru 140 á dauðadeildum í Indónesíu, þar af um 60 fyrir fíkniefnasmygl. Um helmingur þeirra eru útlendingar.

Yfir 900 fangar eru á dauðadeild í Malasíu og er talið að yfir 70% þeirra hafi verið dæmdir til dauða fyrir fíkniefnabrot. 

Í Pakistan liggur dauðarefsing við fíkniefnabrotum og er talið að yfir átta þúsund fangar bíði þess að vera teknir af lífi fyrir margvíslegt brot, þar á meðal fíkniefnabrot. 

Tveir fíkniefnasmyglarar voru teknir af lífi í Singapúr í fyrra en 23 eru á dauðadeild í borgríkinu.

Alls eru um 300 fangar á dauðadeildum á Sri Lanka en þar í landi hafa fangar ekki verið teknir af lífi áratugum saman. 

Í Taívan má dæma fólk til dauða fyrir fíkniefnabrot en frá árinu 2003 hafa flestir þeirra sem dæmdir eru til dauða framið morð. Alls eru 48 á dauðadeild en enginn þeirra fyrir fíkniefnabrot. Síðast var fangi tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot þar árið 2002.

Stjórnvöld í Taílandi telja fíkniefnabrot jafnast á við hryðjuverk og morð og taka fanga af lífi fyrir slík brot. Í lok janúar voru 649 fangar á dauðadeild í landinu og mikill meirihluti þeirra fyrir fíkniefnalagabrot. Síðasta aftaka vegna fíkniefnabrots í Taílandi fór fram árið 2009 er tveir fíkniefnasmyglarar voru teknir af lífi fyrir fíkniefnasmygl.

Á hverju ári eru 70-80 dæmdir til dauða í Víetnam, flestir fyrir fíkniefnasmygl og morð. Í fyrra voru yfir 50 teknir af lífi en yfir 700 fangar bíða aftöku þar í landi.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Helen Cha móðir Andrew Chan,
Helen Cha móðir Andrew Chan, AFP
AFP
Átta útlendingar sem bíða dauða síns: Myuran Sukumaran, Andrew Chan, …
Átta útlendingar sem bíða dauða síns: Myuran Sukumaran, Andrew Chan, Mary Jane Veloso og Martin Anderson í efri röð. Raheem Agbaje Salami, Silvester Obiekwe Nwolise, Rodrigo Gulart og Serge Atlaoui. All have had their appeal for clemency rejected by Indonesian President Joko Widodo, a vocal supporter of capital punishment for drug offenders. AFP PHOTO AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert